ARON CMS
FRÁ DAVÍÐ & GOLÍAT
Vefsíða er gluggi fyrirtækisins til heimsins og oftar en ekki fyrsta upplifunin sem væntanlegir viðskiptavinir og fjárfestar fá á fyrirtækinu.
Lesa nánar...
SVANSVOTTUÐ DAGLEG ÞRIF - FRAMKVÆMDAÞRIF - BÓNUN OG BÓNHREINSUN - GLUGGAÞVOTTUR
Eignaumsjá ehf
Eignaumsjá ehf er íslenskt fyrirtæki á sviði þjónustu og þrifa stofnað árið 2005. Fyrirtækið sérhæfir sig í þrifum á stórum fasteignum - hvort sem um ræðir skemmri eða lengri verkefni, framkvæmdaþrif nýbygginga eða daglegri ræstingu stofnana og skrifstofurýma.
Umhverfið
Eignaumsjá er annt um viðskiptavininn og umhverfið í heild sinni og notar umhverfisvottuð þrif- og hreinsiefni sem bera umhverfismerki Evrópusambandsins; Blómið og norræna umhverfismerkið Svaninn.
Eignaumsjá er Svansvottað þjónustufyrirtæki.
Sápuvatns-skömmtunarkerfið sem gerir allt hreint
Í hefðbundnum daglegum þrifum notum við á ræstivögnum okkar sérstakt sápuvatns-skömmtunarkerfi sem tryggir að gólfþveglarnir sem við notum eru alltaf vættir með hreinu sápuvatni. Hver gólfþvegill fær sína vökvun ef svo má segja og þegar strokið hefur verið yfir 30 m² gólfflöt er nýr og hreinn gólfþvegill settur í vökvun fyrir næstu 30 m² og þannig koll af kolli. Þar að auki er sápuvatns-skömmtunin stillt á þann hátt að ekki er notað of mikið né of lítið af sápuvatni við þrifin. Samhliða þessu notar svo Eignaumsjá Svansvottað gólfþveglakerfi og vottaða þrifklúta frá Greenspeed . Með þessu móti eykst hreinlætið á vinnustaðnum sem leiðir svo til betra lofts í húsakynnunum.
Á persónulegum nótum og þjónustulunduð
Eignaumsjá leggur mikla áherslu á að vera í persónulegu sambandi við viðskiptavini sína og við erum skjót til úrlausnar ef eitthvað ber upp á. Starfsmenn fyrirtækisins eru sérstaklega þjónustulundaðir og hjá okkur er heiðarleikinn okkar aðalsmerki.